Til baka í fréttirnar

14/09/2023

Aðlögun á COVID tímum

Lífið hefur breyst mikið á tímum COVID-19. Sumir hafa notið takmarkananna, á meðan aðrir hafa átt erfitt með þessa aðlögun og sumir upplifað sitt lítið af hvoru.  

Þú gætir hafa þurft að vera í fjarnámi, haft minni tíma til að hitta vini eða þurft að hætta í vinnu. Að eyða miklum tíma heima við getur lagt auka álag á fólkið á heimilinu, og þar af leiðandi haft áhrif á þína andlegu líðan.  

Áskoranir sem þú hefur mögulega upplifað:

Minni metnaður 

Dagleg rútína úr skorðum 

Nærð ekki að klára verkefni 

Missir áhuga á því sem þér fannst áður skemmtilegt 

Aukin neysla á áfengi/fíkniefnum 

Minni hreyfing 

Auknar áhyggjur af framtíðinni 

Hvað er hægt að gera?  

Það getur verið erfitt að vita hvar á að byrja en hér eru nokkrar hugmyndir um hvernig er hægt að byrja 

Hugsa um skemmtilega hluti sem þig langar að gera þegar takmörkunum verður aflétt 

Skrifa niður plan til þess að hvetja þig áfram 

Biðja vini og aðstandendur um aðstoð 

Taka því rólega. Smám saman prófa sig áfram, það þarf ekki allt að gerast um leið.  

Byrja á einhverju auðveldu og færa þig síðar yfir í þau verkefni sem þér finnst erfiðari 

Ef þú hefur áhyggjur af því að smitast af COVID að gera það sem í þínu valdi stendur til að reyna að koma í veg fyrir smit, til dæmis að passa handþvott og hafa fjarlægðarmörk í huga.  

Hugsa um hvað þú myndir gera ef eitthvað fer ekki eins og þú hafðir hugsað þér. Hvað þarf ég þá að gera til að koma mér aftur af stað? 

Afléttingar takmarkanna eru mikið gleðiefni fyrir suma en sumum finnst það erfið tilhugsun. Allar tilfinningar eru eðlilegar og munum bara að vera góð við okkur sjálf. 

Grein þýdd af headspace.org.au